Home Fréttir Í fréttum Telur raunhæft að þjóðarhöllin verði risin í byrjun árs 2029

Telur raunhæft að þjóðarhöllin verði risin í byrjun árs 2029

32
0
Nýja þjóðarhöllin verður reist fyrir ofan Laugardalshöll, við Suðurlandsbraut. RÚV – Kristrún Eyjólfsdóttir

Niðurstaða er loks komin úr forvali útboðs á hönnun og byggingu nýrrar þjóðarhallar innanhúsíþrótta í Laugardal. Kærumál töfðu ferlið en formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf. telur raunhæft að nýja höllin verði risin á fyrsta ársfjórðungi 2029.

<>

Eftir langt ferli er loksins komin niðurstaða úr forvali útboðs á hönnun og byggingu nýrrar þjóðarhallar innanhúsíþrótta í Laugardal. Formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf, sem heldur utan um verkið fyrir hönd ríkis og borgar, segir ánægjulegt að geta farið að auglýsa samkeppnisútboð.

Formaðurinn er Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar undanfarna áratugi. Hann segir þrjú útboð hafa verið metin hæst í forvalinu síðastliðið vor en aðrir hafi nýtt kærurétt sinn og því hafi allt verkið tafist.

„Það tók full langan tíma að okkar mati fyrir svona borðleggjandi dæmi. Nú tekur við samkeppnistími sem er áætlað að verði í kringum níu til ellefu mánuðir eða svo. Það er áætlað að framkvæmdin hefjist í byrjun árs 2026.“

Fjórum árum á eftir áætlun
Þegar viljayfirlýsing um byggingu nýrra þjóðarhallar var undirrituð vorið 2022 var stefnt að því að höllin yrði klár árið 2025. Snemma varð þó ljóst að af því yrði ekki en hvað telur Jón Arnór nú að sé raunhæft?

„Verklok eru áætluð kannski á fyrsta ársfjórðungi 2029. Þetta er tryggt í fjárlögum 2025-2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.“

Ísland verður gestgjafi á HM 2031 í handbolta ásamt Noregi og Danmörku. Einn riðill verður spilaður hér á landi og er ný þjóðarhöll grunnforsenda þess að Ísland haldi mótið.

Nú er ljóst að Eykt, ÍAV og Ístak munu taka þátt í samkeppnisútboðinu um hönnun hallarinnar. Að því loknu verður gerður verksamningur um byggingu. Höllin mun taka 8.600 manns í sæti.

Heimild: Ruv.is