Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Miklar framkvæmdir í FES í Vestmannaeyjum

Miklar framkvæmdir í FES í Vestmannaeyjum

67
0
Stórir kranar voru notaðir til að koma búnaðinum inn í verksmiðju. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring.

<>
Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla loðnuhrogna stendur yfir og í kolmunna.

Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir fyrr í vikunni þegar verið var að hífa búnað inn í verksmiðjuna.

Heimild: Eyjafrettir.is