Skrifað hefur verið undir samning við fyrirtækið Metatron ehf sem var lægstbjóðandi um vallarlýsingu á nýjum knattspyrnuvelli og frjálsíþróttaaðstöðu á vallarsvæði Aftureldingar að Varmá.
Verkið felst í að útvega, hanna, setja upp, tengja og ganga að fullu frá öllum raflögnum fyrir vallarlýsingu á nýjum knattspyrnuvelli með gervigrasi.
Vallarlýsingin miðast við ákvæði KSÍ varðandi leiðbeiningar UEFA um keppnisvelli um „Stadium Lighting Level D“ og uppfyllir því kröfur fyrir keppni í efstu deild á Íslandi.
Verklok eru áætluð fyrir 15. maí 2025.
Heimild: Mosfellsbær