Home byggingar Umsóknarviðmót byggingarleyfa á Reykjanesi komið í loftið

Umsóknarviðmót byggingarleyfa á Reykjanesi komið í loftið

45
0
Mynd: HMS.is

Fyrsta útgáfa nýs stafræns umsóknarviðmóts fyrir byggingarleyfi á Íslandi er komin í loftið og er það sveitarfélagið Reykjanesbær sem hefur nú tekið á móti sinni fyrstu formlegu umsókn um byggingarleyfi með þessum hætti.

<>

Þetta mikilvæga skref er það fyrsta í vegferðinni að samræma og einfalda umsókn og útgáfu byggingarleyfa hjá öllum sveitarfélögum á landinu og stuðla að vandaðri mannvirkjagerð til framtíðar.

Gríðarlegur ávinningur fæst strax með fyrstu útgáfu umsóknarviðmótsins til notenda og starfsmanna sveitarfélaga þar sem viðmótið leiðbeinir notandanum við umsókn og skilar betri og samræmdari gögnum til byggingarfulltrúa.

Áfram verður unnið að þróun viðmótsins og innleiðingu hjá fleiri sveitarfélögum auk þess sem vinna við næsta áfanga verkefnisins er hafin og snýr að þróun afgreiðsluviðmóts byggingarleyfa hjá sveitarfélögum.

Þannig geta sveitarfélög tekið á móti umsókn og afgreitt með skilvirkum hætti í einu og sama kerfinu og hönnuðir og aðrir notendur haft sameiginlega sýn á stöðu sinna mála frá umsókn til útgáfu leyfis.

Heimild: HMS.is