Skeiða- og Gnúpverjahreppur býður út efni sem nota skal við uppsteypu á íþróttamiðstöð í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Útboðin eru tvö sjálfstæð útboð:
Steypa
Helstu magntölur:
- C30/37 steypa = 778 m3
- Dæling steypu = 500 m3
Kambstál og einangrun
Helstu magntölur:
- Kambstál = 22.275 kg
- Járnamottur = 2.682 m2
- Einangrunarplötur 100mm 24kg = 2.682 m2.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með föstudeginum 15. nóvember 2024. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Harald Þór Jónsson með tölvupósti á netfangið haraldur@skeidgnup.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og óska eftir hvaða útboð þeir vilja fá upplýsingar um og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps Árnesi, 804 Selfossi fyrir kl. 10:00 mánudaginn 2. desember 2024, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska