Home Fréttir Í fréttum Tilboð opnuð í endurbætur á Brákarborg

Tilboð opnuð í endurbætur á Brákarborg

101
0
Leikskólanum Brákarborg var lokað í sumar. Endurbótum á honum á að vera lokið í byrjun febrúar á næsta ári. RÚV – Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir

Framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Brákarborg í Reykjavík eru ekki hafnar en frestur til að skila inn tilboðum í þær rann út í gær. Öll tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun.

<>

Tilboð í endurbætur á leikskólanum Brákarborg voru opnuð í dag. Öll eru yfir kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á tæpar 200 milljónir króna. Verklok eru áætluð í byrjun febrúar á næsta ár.

Leikskólinn Brákarborg var fluttur haustið 2022 í endurbyggt húsnæði við Kleppsveg 150 til 152 þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Kostnaður við endurbætur nam tæplega 1,3 milljörðum króna. Eftir að athugasemdir bárust var ráðist í úttekt á húsnæðinu. Kom í ljós að styrkja þarf burðarvirki byggingarinnar.

Frestur til að skila inn tilboðum átti að renna út 7. nóvember en var framlengdur til dagsins í dag. Ekkert tilboðanna er undir kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á tæpar tvö hundruð milljónir króna. Það hæsta er rúmar tvö hundruð og sjötíu milljónir, það lægsta tvö hundruð tuttugu og þrjár milljónir króna og er það frá Ístaki.

Heimild: Ruv.is