Home Fréttir Í fréttum Ráðherra stendur frammi fyrir tveimur áskorunum

Ráðherra stendur frammi fyrir tveimur áskorunum

13
0
Fyrirhuguð íbúðabyggð er í næsta nágrenni við flugvöllinn. mbl.is/Árni Sæberg

Isa­via und­irr­býr nú um­sókn til Sam­göngu­stofu um færslu girðing­ar við Reykja­vík­ur­flug­völl vegna fyr­ir­hugaðrar íbúðabyggðar í Skerjaf­irði. Þessi vinna var sett af stað vegna til­mæla Svandís­ar Svavars­dótt­ur þáver­andi innviðaráðherra.

<>

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Isa­via inn­an­lands­flug­valla, seg­ir að um­sókn­in sé í vinnslu og verið sé að safna gögn­um sem mál­inu til­heyra. Það sé síðan Sam­göngu­stofu að leggja mat á og kalla eft­ir frek­ari gögn­um sé þess tal­in þörf.

Nærri 1.600 skrifað und­ir
Arn­ór Valdi­mars­son hef­ur sett und­ir­skriftal­ista á Is­land.is um áskor­un til innviðaráðherra um að aft­ur­kalla til­mæli Svandís­ar til Isa­via um að færa girðingu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar svo að Reykja­vík­ur­borg geti fengið flug­vall­ar­land í Skerjaf­irði til hús­bygg­inga.

Í áskor­un­inni kem­ur fram að þau til­mæli stang­ist á við lög um loft­ferðir og einnig er skorað á ráðherr­ann að ganga í það að grisja of­vax­in tré í Öskju­hlíð sem standa upp í hindr­ana­flöt fyr­ir aðflug og brott­flug, og einnig brjóti sömu lög. Það sé skylda innviðaráherra að tryggja að flu­gör­yggi og flugrekstr­arör­yggi skerðist hvergi á meðan flug­völl­ur­inn sé þar sem hann er.

Þann 28.10.2024 höfðu 1.584 skrifað und­ir áskor­un­ina.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is