Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við byggðakjarna í Fljótsdal gætu hafist með vorinu

Framkvæmdir við byggðakjarna í Fljótsdal gætu hafist með vorinu

32
0
Mynd: Austurfrett.is

Allur undirbúningur Fljótsdalshrepps að uppsetningu fyrsta byggðakjarna sveitarfélagsins á jörðinni Hamborg gengur að óskum. Framkvæmdir gætu hugsanlega hafist strax næsta vor.

<>

Framkvæmdaáætlun liggur þegar fyrir og gróf tímaáætlun líka og vinnur sveitarstjóri nú að því að gera samninga við hönnuði verkefnisins. Hlutirnir gengið hratt og vel en aðeins er rúmt ár síðan allra fyrstu drög að byggðakjarnanum voru kynnt formlega.

Þá var stofnuð sérstök vatnsveita vegna verkefnisins á þessu tímabili og gott betur en það því nægt vatn fyrir komandi byggð fannst fljótt og vel skammt frá fyrirhuguðum byggðakjarnanum þó enn eigi eftir að greina gæði þess. Sú vatnslind skal ennfremur notuð í framtíðinni til að veita vatni að Végarði og þjónustuhúsi við Hengifoss.

Skipulag er tilbúið fyrir alls átján einbýlishús, þrjú parhús auk tveggja frístundahúsa á lóðinni sem um ræðir en töluverð eftirspurn hefur verið eftir húsnæði í sveitarfélaginu um langt skeið að sögn sveitarstjórans Helga Gíslasonar.

Heimild: Austurfrett.is