Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stærsta verkefnið í Íslandssögunni er fram undan

Stærsta verkefnið í Íslandssögunni er fram undan

83
0
Útvegg komið fyrir á austasta hluta meðferðarkjarnans. mbl.is/Eyþór

Ásbjörn Jóns­son, sviðsstjóri fram­kvæmda­sviðs hjá Nýj­um Land­spít­ala ohf., seg­ir fyr­ir­hugaðan inn­an­húss­frá­gang við nýj­an Land­spít­ala munu verða stærsta verk­efnið af því tagi á Íslandi.

<>

„Þótt það beri mikið á upp­steyp­unni er hún ekki sér­lega mannafla­frek. Það sem er mannafla­frekt í þessu er all­ur inn­an­húss­frá­gang­ur­inn en við ger­um ráð fyr­ir að hér verði 600-700 manns að störf­um á hápunkti fram­kvæmd­anna,“ seg­ir Ásbjörn.

Fjallað er um upp­bygg­ingu meðferðar­kjarn­ans og ná­lægra bygg­inga í Morg­un­blaðinu í dag en bygg­ing­arn­ar eru sam­tals um 120 þúsund fer­metr­ar.

Áformað er að ljúka upp­setn­ingu út­veggja á meðferðar­kjarn­an­um í fe­brú­ar og taka nýtt bíla­stæðahús við Hring­braut í notk­un á fyrri hluta næsta árs.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is