Home Fréttir Í fréttum Íbúafjölgun kallar á enn fleiri íbúðir

Íbúafjölgun kallar á enn fleiri íbúðir

73
0
Víða er byggt í borginni. mbl.is/Baldur

Þor­steinn Arn­alds, töl­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir áfram­hald­andi aðflutn­ing er­lendra rík­is­borg­ara til lands­ins munu auka eft­ir­spurn eft­ir íbúðum.

<>

„Það er já­kvætt að hægt hafi á aðflutn­ingi til lands­ins en síðustu tvö ár var hann svo mik­ill að það varð ekk­ert við það ráðið.

Nú erum við hins veg­ar kom­in á þann stað að við gæt­um haldið í við aðflutn­ing­inn með því að halda uppi eðli­legri íbúðaupp­bygg­ingu með 3.000 til 4.000 nýj­um íbúðum á ári án þess að horft sé til hugs­an­legr­ar upp­safnaðrar og óupp­fylltr­ar þarfar,“ seg­ir Þor­steinn.

Spurður um áhrif aðflutn­ings­ins á fast­eigna­markaðinn byrj­ar Þor­steinn á að út­skýra að tak­markaðar upp­lýs­ing­ar séu fyr­ir hendi um hvar þetta fólk hef­ur sest að síðustu miss­eri.

Aðflutn­ing­ur hafi verið mik­ill og fram­boð nýrra íbúða ekki haldið í við íbúa­fjölg­un. Því megi ætla að aðflutn­ing­ur­inn ýti und­ir þröng­býli og að fólk flytji í hús­næði sem ekki er ætlað til bú­setu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is