Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir áframhaldandi aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins munu auka eftirspurn eftir íbúðum.
„Það er jákvætt að hægt hafi á aðflutningi til landsins en síðustu tvö ár var hann svo mikill að það varð ekkert við það ráðið.
Nú erum við hins vegar komin á þann stað að við gætum haldið í við aðflutninginn með því að halda uppi eðlilegri íbúðauppbyggingu með 3.000 til 4.000 nýjum íbúðum á ári án þess að horft sé til hugsanlegrar uppsafnaðrar og óuppfylltrar þarfar,“ segir Þorsteinn.
Spurður um áhrif aðflutningsins á fasteignamarkaðinn byrjar Þorsteinn á að útskýra að takmarkaðar upplýsingar séu fyrir hendi um hvar þetta fólk hefur sest að síðustu misseri.
Aðflutningur hafi verið mikill og framboð nýrra íbúða ekki haldið í við íbúafjölgun. Því megi ætla að aðflutningurinn ýti undir þröngbýli og að fólk flytji í húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is