Home Fréttir Í fréttum Kæran kostaði Hafnarfjörð 8 milljarða

Kæran kostaði Hafnarfjörð 8 milljarða

149
0
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Ljósmynd: Eyþór Árnason

„Þarna voru náttúru­verndar­sam­tök sem fóru af stað í lok ferilsins – þegar allt var búið að eiga sér stað, um­sagnir um fram­kvæmda­leyfi og Guð má vita hvað, sem tók misserin öll.“

<>

Niðurfelling framkvæmdaleyfis á flutningi Lyklafellslínu 1, raflínur sem voru yfir stærstu uppbyggingarhverfum Hafnarfjarðarbæjar í Skarðshlíð og Hamranesi, árið 2018 eftir kæru Hraunvina og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands kostuðu bæjarfélagið að minnsta kosti 8 milljarða króna.

Þetta kom fram í máli Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, á Fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­laga sem nú stendur yfir. „Þetta er varfærin tala, við skulum átta okkur á því.“

Uppbyggingin tafðist í þessum hverfum tafðist í um 3-4 ár að sögn Rósa. Ofangreind fjárhæð byggir á m.a. á útsvari og fasteignagjöldum sem bæjarfélagið hafði áætlað af þeim þúsundum íbúða í þessum hverfum á síðustu árum.

Eins þurfti Hafnarfjarðarbær að taka lán fyrir Skarðshlíðaskóla sem bæjarfélagið hafði áætlað að fjármagna að miklu leyti, í það minnsta fyrst um sinn, með lóðasölu.

„Niðurstaðan er að kæran og frostið sem henni fylgdi hafi kostað bæinn að minnsta kosti 8 milljarða króna. Þarna voru náttúruverndarsamtök sem fóru af stað í lok ferlisins – þegar allt var búið að eiga sér stað, umsagnir um framkvæmdaleyfi og Guð má vita hvað, sem tók misserin öll. Í lokin þegar allt er klappað og klárt þá gerist þetta.“

Heimild: Vb.is