Home Fréttir Í fréttum Vinnu við varnargarða í kringum Grindavík lokið

Vinnu við varnargarða í kringum Grindavík lokið

119
0
Vinnuvélar upp á varnargarði þegar vinnan stóð sem hæst. – Guðmundur Bergkvist

Varnargarðarnir við Grindavík og Svartsengi eru svo til tilbúnir. Búið er að ýta til 2,7 milljónum rúmmetrum af efni, sem verkstjórinn telur vera met.

<>

„Þessi eiginlega garðavinnu er lokið. Við erum bara í frágangi og safna efni hér og þar og gera okkur klára ef allt fer á versta veg. Þannig við séum fljótir að grípa inn í aftur ef að til þarf, sem vonandi þarf ekki,“ segir Einar Már Gunnarsson, jarðvinnuverkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.

Hafa fært til 2,7 milljón rúmmetra
Landris heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi, álíka og fyrir síðustu eldgos, sem eru orðin fimm við Sundhnúksgígaröðina. Hraun umlykur varnargarðana frá nánast öllum hliðum.

Varnargarðar í kringum Grindavík
– Arnór Fannar Rúnarsson

„Við erum búin að færa til einhverja 2,7 milljónir rúmmetra, sem verður nú að teljast met held ég,“ segir Einar Már Gunnarsson, jarðvinnuverkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.

Einar, eins og margir aðrir, hefur staðið vaktina frá því í nóvember þegar Grindavík var rýmd.

„Þá komum við hér til að vera hér í þrjár vikur og rippa upp einum garði, það hefur ýmislegt breyst síðan þá. Þetta er bráðum ár sem við erum búin að vera hérna,“ segir Einar Már.

Einar Már Gunnarsson, verkstjóri.
– Arnór Fannar Rúnarsson

Gætu tafið hraunið ef það stefnir á Reykjanesbraut
Fimm verktakafyrirtæki koma að garðavinnunni og var um tíma unnið myrkranna á milli. Kostnaðaráætlunin nam um sjö milljörðum króna.

Síðasta eldgos var norðar en áður og ein sviðsmynd Veðurstofunnar er að það endurtaki sig og gjósi næst norðaustan við Stóra-Skógfell. Þaðan sem hraunjaðarinn stoppaði í ágúst eru um það bil þrír kílómetrar í Reykjanesbraut í beinni línu.

„Ég veit að það eru einhverjar hannanir í gangi og teikningar. Og verið að spá í hvað hægt sé að gera. Þetta er erfiðara land þar. Þarna eigum við erfiðara með að stýra hrauni, þarna getum við tafið og við höfum svosem sýnt það, að það er ýmislegt hægt að gera.“

Heimild: Ruv.is