Slökkvistöð Djúpavogs, breytingar -1.áfangi
Múlaþing óskar eftir tilboðum í framkvæmdina, Slökkvistöð Djúpavogs, breytingar – 1. áfangi.
Verkið felst í jarðvinnu, múrbroti, steypusögun, uppsteypu, lagnavinnu ásamt frágangi innanhúss vegna breytinga á Slökkvistöð Djúpavogs.
Helstu magntölur eru:
- Múrbrot 190 m2
- Steypusögun 150 m
- Brottfluttur uppgröftur 114 m3
- Fráveitulagnir 45 m
- Neysluvatnslagnir 100 m
- Steinsteypa 35 m3
- Léttir timbur útveggir 70 m2
- Málun 780 m2
- Gólfefni 124 m2
Verktaki getur hafið framkvæmdir að lokinni undirritun samnings, verklok eru 15. júní 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 8. október 2024 í gegnum útboðsvef COWI: https://mannvit.ajoursystem.net/.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 14:00 föstudaginn 25. október 2024.
Ekki verður eiginlegur opnunarfundur en bjóðendum verða tilkynntar niðurstöður eftir lok tilboðsfrests.