Home Fréttir Í fréttum Seldu 10 íbúðir á Grandatorgi

Seldu 10 íbúðir á Grandatorgi

60
0
Sala íbúðanna hófst í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Sverr­ir Harðar­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá fast­eigna­söl­unni Remax, seg­ir til­boði hafa verið tekið í tíu íbúðir á Granda­torgi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Fyr­ir höfðu selst 12 íbúðir og hafa því selst 22 íbúðir. Sala íbúðanna hófst í ág­úst.

<>

Alls eru 84 íbúðir á Granda­torgi. Reit­ur­inn sam­an­stend­ur af þrem­ur fjöl­býl­is­hús­um: Hring­braut 116 (45 íbúðir), Sól­valla­götu 79 (35 íbúðir) og Sól­valla­götu 69 (4 íbúðir).

Gunn­ar Sverr­ir seg­ir aðspurður að fé­lag hafi lagt fram til­boð í íbúðirn­ar tíu en hann sé að öðru leyti bund­inn trúnaði um viðskipt­in.

Spurður um fast­eigna­markaðinn seg­ir hann að gang­ur­inn sé svipaður og verið hef­ur. Þess sé beðið að Seðlabank­inn byrji að lækka vexti.

Ríf­lega 20 hóp­ar mættu
„Það væri kær­komið fyr­ir alla að fá vaxta­lækk­un­ar­ferli í gang. Fyrsta sölu­sýn­ing­in fór fram síðustu helgi og þá komu rúm­lega 20 hóp­ar að skoða íbúðirn­ar. Þetta er því allt á réttri leið,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir.

Hag­stætt verð eigi þátt í áhug­an­um á íbúðunum á Granda­torgi.

Fram kom í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins að REIR verk hefði selt um fjórðung íbúða á Granda­torgi. Hið rétta er að REIR verk er verktaki á reitn­um en ekki eig­andi bygg­ing­anna.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is