Home Fréttir Í fréttum Staðan „með miklum ólíkindum“

Staðan „með miklum ólíkindum“

158
0
Frá framkvæmdum á Dynjandisheiði í sumar.

Innviðafé­lag Vest­fjarða sendi í síðustu viku frá sér álykt­un þar sem lýst var yfir mikl­um von­brigðum með stöðu fram­kvæmda á Dynj­and­is­heiði.

<>

„Innviðafé­lag Vest­fjarða lýs­ir mjög mikl­um von­brigðum og furðu yfir frétt­um af stöðu fram­kvæmda á Dynj­and­is­heiði, nú þegar aðeins sjö kíló­metra vant­ar upp á að bundið slitlag verði yfir heiðina alla. Vega­gerðin svar­ar því einu að fjár­magn skorti og ekk­ert verði aðhafst í bili,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þá er það rakið að verið sé að ljúka við ann­an áfanga á Dynj­and­is­heiði og að þar með sé komið bundið slitlag á um 24 af 31 kíló­metra. Því er aðeins þriðji áfangi eft­ir, um sjö kíló­metra kafli.

„Þar fólst lof­orð til Vest­f­irðinga“

„Að því loknu verður loks­ins komið bundið slitlag milli sunn­an­verðra og norðan­verðra Vest­fjarða. Gera má ráð fyr­ir að kostnaður við þenn­an síðasta kafla sé um 1,5 millj­arðar króna,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Árið 2020 samþykkti Alþingi sam­hljóða Sam­göngu­áætlun 2020-2034 þar sem gert var ráð fyr­ir að ljúka við vega­gerð á heiðinni árið 2024 en í lok álykt­un­ar­inn­ar seg­ir:

„Um þetta var ein­ing og þar fólst lof­orð til Vest­f­irðinga að vegi yfir Dynj­and­is­heiði yrði loks komið í betra horf með bundnu slit­lagi.

Það er með mikl­um ólík­ind­um að ekki eigi að standa við ákvörðun Alþing­is og ljúka við þessa ör­fáu kíló­metra sem eru eft­ir á Dynj­and­is­heiði líkt og lofað var.“

Heimild: Mbl.is