Mestu munar á væntum íbúðum í Reykjavík þar sem 1.330 íbúðir eru í byggingu en gert var ráð fyrir hátt í 2.940 íbúðum.
Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun voru fjögur þúsund íbúðir í byggingu í september.
Samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélaganna á árunum 2022 til 2023 var talið að hægt væri að byggja a tæplega 8 þúsund íbúðir á þeim lóðum sem voru metnar byggingarhæfar í áætluninni.
„Mestu munar á framkvæmdum og væntum íbúðum í Reykjavík, þar sem 1.330 íbúðir voru í byggingu á meðan húsnæðisáætlun borgarinnar gerði ráð fyrir uppbyggingu 2.940 íbúða á lóðum sem voru taldar byggingarhæfar á síðustu tveimur árum. Þar á eftir kemur Kópavogur, þar sem einungis 59 íbúðir eru í byggingu þrátt fyrir að bærinn áætlaði að byggingarhæfar lóðir þess árin 2022 og 2023 gætu séð fyrir uppbyggingu 1.401 íbúðar,“ segir í mánaðarskýrslu HMS.
Á sama tíma og íbúðir í byggingu eru mun færri hefur hægst verulega á sölu nýrra íbúða. Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á fyrri helmingi ársins á höfuðborgarsvæðinu eru óseldar.
Af þeim eru margar óseldar nýbyggingar staðsettar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu en þar er að finna dýrustu nýbyggingarnar.
Einungis 30 prósent af nýjum íbúðum sem auglýstar hafa verið til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins hafa selst. HMS vann upplýsingarnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna.
Einungis 30 prósent af nýjum íbúðum sem auglýstar hafa verið til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins hafa selst. HMS vann upplýsingarnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna.
Verðbólga hjaðnar ekki án jafnvægis á húsnæðismarkaði
Í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að uppbygging á þéttingarreitum tekur lengri tíma og er kostnaðarsamari.
„Það blasir við þegar við erum að glíma við framboðsskort. Núverandi uppbygging innan vaxtarmarka hamlar hraðari og meiri uppbyggingu sem er það sem við þurfum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Við vitum öll að brýnasta hagsmunamál heimila er að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði með auknu framboði,“ sagði Ásdís.
Hún hefur hvatt til þess að vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins, sem voru undirrituð 2015, verði endurskoðuð.
„Það blasir við þegar við erum að glíma við framboðsskort. Núverandi uppbygging innan vaxtarmarka hamlar hraðari og meiri uppbyggingu sem er það sem við þurfum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Við vitum öll að brýnasta hagsmunamál heimila er að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði með auknu framboði,“ segir Ásdís.
Heimild: Vb.is