Home Fréttir Í fréttum Helmingi færri í­búðir í byggingu en gert var ráð fyrir

Helmingi færri í­búðir í byggingu en gert var ráð fyrir

41
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Mestu munar á væntum íbúðum í Reykjavík þar sem 1.330 íbúðir eru í byggingu en gert var ráð fyrir hátt í 2.940 íbúðum.

<>

Sam­kvæmt Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun voru fjögur þúsund í­búðir í byggingu í septem­ber.

Sam­kvæmt hús­næðis­á­ætlun sveitar­fé­laganna á árunum 2022 til 2023 var talið að hægt væri að byggja a tæp­lega 8 þúsund í­búðir á þeim lóðum sem voru metnar byggingar­hæfar í á­ætluninni.

„Mestu munar á fram­kvæmdum og væntum í­búðum í Reykja­vík, þar sem 1.330 í­búðir voru í byggingu á meðan hús­næðis­á­ætlun borgarinnar gerði ráð fyrir upp­byggingu 2.940 í­búða á lóðum sem voru taldar byggingar­hæfar á síðustu tveimur árum. Þar á eftir kemur Kópa­vogur, þar sem einungis 59 í­búðir eru í byggingu þrátt fyrir að bærinn á­ætlaði að byggingar­hæfar lóðir þess árin 2022 og 2023 gætu séð fyrir upp­byggingu 1.401 í­búðar,“ segir í mánaðar­skýrslu HMS.

Á sama tíma og í­búðir í byggingu eru mun færri hefur hægst veru­lega á sölu nýrra í­búða. Rúm­lega sex af hverjum tíu ný­byggingum sem aug­lýstar voru til sölu á fyrri helmingi ársins á höfuð­borgar­svæðinu eru ó­seldar.

Af þeim eru margar ó­seldar ný­byggingar stað­settar mið­svæðis á höfuð­borgar­svæðinu en þar er að finna dýrustu ný­byggingarnar.

Einungis 30 prósent af nýjum í­búðum sem aug­lýstar hafa verið til sölu á höfuð­borgar­svæðinu á fyrri helmingi ársins hafa selst. HMS vann upp­lýsingarnar úr fast­eigna­aug­lýsingum og kaup­skrá fast­eigna.

Einungis 30 prósent af nýjum í­búðum sem aug­lýstar hafa verið til sölu á höfuð­borgar­svæðinu á fyrri helmingi ársins hafa selst. HMS vann upp­lýsingarnar úr fast­eigna­aug­lýsingum og kaup­skrá fast­eigna.

Verðbólga hjaðnar ekki án jafnvægis á húsnæðismarkaði
Í við­tali við Við­skipta­blaðið í síðustu viku sagði Ás­dís Kristjáns­dóttir bæjar­stjóri Kópa­vogs að upp­bygging á þéttingar­reitum tekur lengri tíma og er kostnaðar­samari.

„Það blasir við þegar við erum að glíma við fram­boðs­skort. Nú­verandi upp­bygging innan vaxtar­marka hamlar hraðari og meiri upp­byggingu sem er það sem við þurfum til að ná jafn­vægi á hús­næðis­markaði. Við vitum öll að brýnasta hags­muna­mál heimila er að verð­bólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafn­vægi náist á hús­næðis­markaði með auknu fram­boði,“ sagði Ás­dís.

Hún hefur hvatt til þess að vaxtar­mörk höfuð­borgar­svæðisins, sem voru undir­rituð 2015, verði endur­skoðuð.

„Það blasir við þegar við erum að glíma við fram­boðs­skort. Nú­verandi upp­bygging innan vaxtar­marka hamlar hraðari og meiri upp­byggingu sem er það sem við þurfum til að ná jafn­vægi á hús­næðis­markaði. Við vitum öll að brýnasta hags­muna­mál heimila er að verð­bólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafn­vægi náist á hús­næðis­markaði með auknu fram­boði,“ segir Ás­dís.

Heimild: Vb.is