Home Fréttir Í fréttum Segja Vestfjarðagöng dauðagildru

Segja Vestfjarðagöng dauðagildru

32
0
Afar litlu munaði að rútan hefði farið að loga í Vest­fjarðagöng­unum. Mynd: Mbl.is

Efnt hef­ur hef­ur verið til und­ir­skriftal­ista þar sem þess er kraf­ist að Ísa­fjarðarbær og ríkið taki það al­var­lega hversu mik­il hætta fylgi því að keyra í Vest­fjarðagöng­um.

<>

Eru göng­in m.a. kölluð dauðagildra. Þetta kem­ur í kjöl­far rútu­bruna á föstu­dag en mjög litlu mátti muna að eld­ur kviknaði í rút­unni í göng­un­um þar sem tveir af­leggj­ar­ar eru ein­breiðir.

Ólöf Birna Jen­sen, full­trúi hverf­is­ráðs Súg­anda­fjarðar, er ábyrgðarmaður list­ans og seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hugs­an­lega sé fyr­ir­hugað að gera göng­in tví­breið til Flat­eyr­ar en hins veg­ar ekki til Suður­eyr­ar. Það hef­ur íbú­um bæj­ar­fé­lags­ins ekki fund­ist nógu ör­uggt og þá sér­stak­lega í ljósi rútu­brun­ans síðasta föstu­dag.

„Hvað ef þetta hefði gerst í göng­un­um? Það get­ur eng­inn snúið við á ein­breiða kafl­an­um nema litl­ir fólks­bíl­ar. Þess­ar rút­ur, þær voru fjór­ar ásamt þess­ari sem kviknaði í. Við erum að tala um tvö hundruð manns sem hefðu verið fast­ir í göng­un­um og ekki getað snúið við,“ seg­ir Ólöf.

Seg­ir klæðning­una eld­fima
Á und­ir­skriftal­ist­an­um er einnig varað við klæðningu í göng­un­um. Nefn­ir Ólöf að hún sjálf hafi ekki áreiðan­leg­ar heim­ild­ir fyr­ir því en þeir sem til þekki staðhæfi að klæðning gang­anna sé mjög eld­fim. Ýtir það und­ir al­vöru máls­ins þegar hugsað er um hve litlu munaði að eld­ur kviknaði í göng­un­um þar sem stór hluti þeirra er ein­breiður.

„Ef þessi rútu­bruni hefði orðið nokkr­um mín­út­um fyrr, og þá í miðjum göng­un­um, hefði komið mik­ill reyk­ur. Eld­ur­inn hefði læst sig í klæðning­una. Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um,“ seg­ir Ólöf.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is