Home Fréttir Í fréttum Segir rannsókn lögreglu aldrei hafa lokið

Segir rannsókn lögreglu aldrei hafa lokið

37
0
Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­nesj­um er enn með til rann­sókn­ar vinnu­slys sem varð þegar karl­maður á jarðvegsþjöppu féll ofan í sprungu í Grinda­vík í byrj­un árs.

<>

Maður­inn, verktaki sem vann við sprungu­fyll­ingu í Grinda­vík, var að vinna við jarðvegsþjöpp­un við heima­hús í bæn­um þegar hann féll ofan í sprung­una.

Stór­kost­legt gá­leysi og ekki svarað kostnaði

Fram kem­ur í ít­ar­legri um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar að til­gangs­leysi og gá­leysi sé lýst í rann­sókn slyss­ins.

Kem­ur þar meðal ann­ars fram í máli fyrr­ver­andi koll­ega manns­ins að þeir aðilar sem stýrðu verk­efn­inu að fylla í sprung­ur á svæðinu hafi sýnt af sér stór­kost­legt gá­leysi.

Seg­ir einnig að eng­ar kröf­ur hafi verið gerðar um áhættumat á verkstaðnum og legið hafi fyr­ir að það myndi ekki svara kostnaði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu.

Rann­saka hafi þurft málið frek­ar

Fram kem­ur í grein Heim­ild­ar­inn­ar að rann­sókn máls­ins hafi lokið fyr­ir nokkru en síðar verið ákveðið að málið þyrfti ít­ar­legri rann­sókn.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, að um sé að ræða áfram­hald­andi rann­sókn.

Úlfar seg­ir að rann­sókn­inni hafi aldrei verið form­lega lokið en að at­huguðu máli hafi þurft að rann­saka málið frek­ar.

„Það er bara hátt­ur svona rann­sókna. Mál kem­ur úr rann­sókn­ar­deild og það er lesið yfir af lög­fræðisviði embætt­is­ins og eft­ir yf­ir­ferð lög­fræðisviðs þá var ákveðið að rann­saka málið bet­ur.“

Sitt lítið af hverju

Aðspurður seg­ist hann ekki geta sagt til um hvaða vinkla máls­ins sé verið að rann­saka núna en það sé þó sitt lítið af hverju. Málið sé þá enn þá rann­sakað sem vinnu­slys.

„Staðan er bara þessi að þetta er í ákveðnum far­vegi. Svona rann­sókn­ir taka mis­lang­an tíma.“

Heimild: Mbl.is