Home Fréttir Í fréttum Gámi stolið úr Elliðaárdalnum

Gámi stolið úr Elliðaárdalnum

56
0
Hér sést hinn stolni gámur en mikið mál hefur verið að flytja hann. Ljósmynd/Aðsend

Eig­end­ur verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Gleipn­is urðu fyr­ir því óláni í byrj­un vik­unn­ar að kaffigámi fyr­ir­tæk­is­ins var stolið úr Elliðaár­daln­um.

<>

Enn hef­ur gám­ur­inn ekki komið í leit­irn­ar en eig­end­ur hans deyja ekki ráðalaus­ir.

„Við byrjuðum á að hafa sam­band við krana­fyr­ir­tæk­in á höfuðborg­ar­svæðinu til að at­huga hvort eitt­hvert þeirra hefði verið beðið um að ná í gám þangað niður eft­ir,“ seg­ir Máni Gests­son, ann­ar eig­andi Gleipn­is, í sam­tali við mbl.is en mikið mál er að flytja gám og þarf krana­bíl til.

Þegar það hafði ekki upp á sig aug­lýsti fyr­ir­tækið eft­ir gám­in­um á Face­book-síðu sinni en færsl­an hef­ur vakið mikla at­hygli og fengið yfir 500 deil­ing­ar.

Kost­ar rúm­ar tvær millj­ón­ir

Ein­hverj­ar ábend­ing­ar hafa borist frá fólki sem tel­ur sig hafa séð gám­inn en svo hef­ur ekki verið.

„Við erum búin að fara á ein­hverja tvo staði en hann hef­ur ekki reynst vera þar,“ seg­ir Máni.

Hann bæt­ir við að fyr­ir­tækið hafi ekki enn til­kynnt málið til lög­reglu en að það verði gert.

Spurður um hve mik­il verðmæti sé að ræða út­skýr­ir Bolli að þetta sé ekki vör­ugám­ur held­ur svo kallaðaður kaffigám­ur en hann tel­ur að nýr slík­ur gám­ur kosti á bil­inu tvær til tvær og hálfa millj­ón.

Þá er hann óviss um hvað fólki sem steli gámi sem þess­um standi til en að lík­lega sé það gert til þess að selja hann eða til eig­in nota á ein­hverju vinnusvæði.

Heimild: Mbl.is