Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Hafnar­hólma­vegur (947), Öldu­hamar – Höfn

Opnun útboðs: Hafnar­hólma­vegur (947), Öldu­hamar – Höfn

241
0

Vegagerðin býður hér með út endurbyggingu Hafnarhólmavegar (947), á um 1,2 km kafla frá Ölduhamri að Höfn. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar á öllum vegarkaflanum. Gerðar eru lagfæringar á plan- og hæðarlegu vegarins. Lögð verður klæðing á endurbyggðan veg.

<>
Helstu magntölur eru:
Fyllingar/fláafleygar úr skeringum
5.040 m3
Bergskering
2.760 m3
Ræsalögn
115 m
Styrktarlag
2.240 m3
Burðarlag
1.171 m3
Tvöföld klæðing
8.515 m2
FRágangur flá og hliðarsvæða
16.250 m2

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. september 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Heimild: Vegagerðin