„Ég er sammála forsætisráðherra í því að ráðast í Fljótagöng. Vegir sem eru á fleygiferð eins og þessir kalla á hraðari hendur hjá stjórnvöldum og við þurfum að bregðast hratt við, við undirbúning þessarar framkvæmdar og tryggja fjármagn og ég mun sjá til þess að það verði gert hratt og vel,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra um þau áform sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra viðraði í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi um að flýta rannsóknum við Fljótagöng.
Spurð að því hvort framkvæmdin verði sett framar í forgangsröðina bendir Svandís að það blasi við að þarna sé yfirvofandi hætta og við það verði ekki unað. „Það er mín skoðun að það þarf að bregðast við í því ljósi. Það þarf að verða hreyfing á málinu strax á þessu ári,“ segir hún.
Heimild: Mbl.is