Home Fréttir Í fréttum Grænt ljós á fjölorkustöð á Granda

Grænt ljós á fjölorkustöð á Granda

40
0
Nokkrar athugasemdir bárust þegar deiliskipulagið var auglýst. mbl.is/sisi

Nú hill­ir und­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist við upp­setn­ingu fjöl­orku­stöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15-21 á Granda. Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt nýtt deili­skipu­lag fyr­ir reit­inn og staðfesti borg­ar­ráð þá af­greiðslu á fundi sín­um síðastliðinn fimmtu­dag.

<>

Nokkr­ar at­huga­semd­ir bár­ust þegar deili­skipu­lagið var aug­lýst. Meðal ann­ars gera Lands­sam­tök hjól­reiðamanna at­huga­semd­ir við það að ör­yggi hjólandi og gang­andi yrði ekki nægi­lega tryggt miðað við þær teikn­ing­ar sem lágu fyr­ir.

Sam­tök­in eru and­snú­in því að þarna verði sett­ar upp eldsneyt­is­dæl­ur en am­ast ekki við hleðslu­stöðvum.

„Í öðru lagi leggst LHM gegn staðsetn­ingu þess­ara bygg­ing­ar­reita inn­an lóðar­inn­ar upp við aðkomu gang­andi og hjólandi að lóðinni og þeirri versl­un og þjón­ustu sem þar er að finna. Í stuttu máli vill LHM meina að reit­un­um sé val­inn versti mögu­legi staður í til­lög­unni,“ seg­ir m.a. í um­sögn­inni.

Staðsetn­ing­in óæski­leg

Al­var­leg­asta at­huga­semd­in barst frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur (HER).

Kvaðst eft­ir­litið hafa um­tals­verðar áhyggj­ur af ör­yggi fólks. Óæski­legt sé að setja upp eldsneytisaf­greiðslu á um­ferðarþungri eldsneyt­is- og þjón­ustu­lóð. Æskilegt væri að koma dæl­un­um fyr­ir á öðrum stað. Mik­il­vægt sé að olíu­bíl­ar eigi greiða leið að og frá svæðinu og þeir þurfi ekki að bakka til að kom­ast burt.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is