Home Fréttir Í fréttum Í­búðum fjölgað í takt við íbúa í þremur sveitar­fé­lögum

Í­búðum fjölgað í takt við íbúa í þremur sveitar­fé­lögum

62
0
Uppbygging á Kársnesi í Kópavogi. Ljósmynd: Eyþór Árnason

Þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu mæta íbúafjölgun með fullbúnum íbúðum.

<>

Á höfuð­borgar­svæðinu hefur full­búnum í­búðum fjölgað í takt við í­búa­fjölgun í Hafnar­firði, Kópa­vogi og Garða­bæ, sam­kvæmt nýrri mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar.

Eins hefur verið byggt í sam­ræmi við í­búa­fjölgun í Ár­borg, á Akra­nesi, á Akur­eyri og í Hvera­gerði.

Hins vegar hefur bil myndast í Reykja­vík, Reykja­nes­bæ og Borgar­byggð, þar sem í­búðum hefur ekki fjölgað í takt við í­búa­fjölgun síðustu ára.

Sam­kvæmt skýrslu HMS var fast­eigna­markaðurinn líf­legur á ný­liðnum árs­fjórðungi og hafa kaup­samningar, að teknu til­liti til upp­kaupa Fast­eigna­fé­lagsins Þór­kötlu, ekki verið fleiri á öðrum árs­fjórðungi að undan­skildum árunum 2007 og 2021.

„Á höfuð­borgar­svæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir á­settu verði í júní en þegar fast­eigna­markaður er í jafn­vægi má gera ráð fyrir að hlut­fallið sé um 10 prósent. Í­búða­verð heldur einnig á­fram að hækka um­fram verð­lag, en í júlí síðast­liðnum hækkaði vísi­tala í­búða­verðs um 0,8 prósent á milli mánaða,“ segir í skýrslu HMS.

Lög­aðilar hafa bætt við sig tvö­falt fleiri í­búðum en ein­staklingar, ef frá eru talin í­búða­kaup fast­eigna­fé­lagsins Þór­kötlu. Sveitar­fé­lög og ó­hagnaðar­drifin leigu­fé­lög voru að baki litlum hluta af fjölgun í­búða í eigu lög­aðila.

Sam­kvæmt HMS fjölgaði fyrstu kaup­endum á fyrri hluta ársins, en hlut­deild þeirra í sögu­legu sam­hengi er enn lág.

„Á­hrifa hárra vaxta gætir hér en fjölgun í­búða í eigu ein­stak­linga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og við­bótar­í­búðir hafa í auknum mæli runnið til stærri í­búða­eig­enda. Leigu­markaðurinn ber enn merki tölu­verðrar eftir­spurnar­spennu og hefur markaðs­leiga ekki hækkað jafn­mikið um­fram verð­bólgu í sjö ár,“ segir í skýrslu HMS.

Alls voru þrír í virkri leit að leigu­hús­næði fyrir hvern nýjan leigu­samning á leigu­vefnum myigloo.is í júlí, en til saman­burðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigu­samning í byrjun árs.

Heimild: Vb.is