F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Breiðagerðisskóli – Staðarborg.Utanhússviðgerðir og gluggaskipti 2016. Útboð nr. 13727
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Húsið er byggt árið 1955 og er steinsteypt einangrað að innan og múrhúðað. Að utan er húsið steinað með marmarasalla. Nokkarar múr- og steypuskemmdir eru utan á húsinu sem á að gera við. Fjarlægja skal og skipta um glugga á suður, vestur og austurhlið. Gluggar á norðurhlið eru í betra standi en í þeim er einfalt gler. Fjarlægja skal það gler, dýpka föls og setja nýtt tvöfalt gler í. Endursteina skal allt húsið. Mála skal þak hússins sem og allt tréverk utan á því. Í núverandi útitröppur skal saga raufar fyrir snjóbræðslu lögn sem tengjast núverandi snjóbræðslukerfi í gangstéttum fyrir framan húsið. Steypa skal í raufar eftir að hitalögn er komin og þéttimúra allar tröppur.
Húsið er byggt árið 1955 og er steinsteypt einangrað að innan og múrhúðað. Að utan er húsið steinað með marmarasalla. Nokkarar múr- og steypuskemmdir eru utan á húsinu sem á að gera við. Fjarlægja skal og skipta um glugga á suður, vestur og austurhlið. Gluggar á norðurhlið eru í betra standi en í þeim er einfalt gler. Fjarlægja skal það gler, dýpka föls og setja nýtt tvöfalt gler í. Endursteina skal allt húsið. Mála skal þak hússins sem og allt tréverk utan á því. Í núverandi útitröppur skal saga raufar fyrir snjóbræðslu lögn sem tengjast núverandi snjóbræðslukerfi í gangstéttum fyrir framan húsið. Steypa skal í raufar eftir að hitalögn er komin og þéttimúra allar tröppur.
Helstu magntölur:
• Háþrýstiþvottur: 195 m2
• Sprungur á steypuskilum: 60 m
• Sprungur á flötum: 200 m
• Vatnsbretti og gluggakantar: 25 m
• Steining: 195 m2
• Filtun sléttra flata: 60 m2
• Gluggar útskipting og ísetning nýrra glugga: 19 stk.
• Málning á þaki: 220 m2
• Sílanböðun: 255 m2
• Háþrýstiþvottur: 195 m2
• Sprungur á steypuskilum: 60 m
• Sprungur á flötum: 200 m
• Vatnsbretti og gluggakantar: 25 m
• Steining: 195 m2
• Filtun sléttra flata: 60 m2
• Gluggar útskipting og ísetning nýrra glugga: 19 stk.
• Málning á þaki: 220 m2
• Sílanböðun: 255 m2
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá og með þriðjudeginum 3. maí 2016 í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 17. maí 2016 kl. 10:00 í Borgartúni 12-14. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.