Til stendur að reisa í kringum 17 litlar íbúðir í þremur húsum við Bræðraborgarstíg 1 til 5 í Reykjavík.
Hús sem stóð við Bræðraborgarstíg 1 brann til kaldra kola árið 2020 og hefur lóðin staðið auð síðan brunarústirnar voru fjarlægðar.
Upphaflega stóð til að reisa íbúðir með mikilli sameign í anda Baba yaga-systurhúsa þar sem eldri konur fá tækifæri til að búa í sameiginlegu húsnæði innan eigin veggja.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, mánudag.
Heimild: Mbl.is