Home Fréttir Í fréttum Upptökur ekki skilað neinum árangri

Upptökur ekki skilað neinum árangri

68
0
Gámurinn á Fiskislóð. Ljósmynd/Almar Gunnarsson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur ekki tek­ist að upp­lýsa hvarf á gámi við lóð við Fiskislóð í Reykja­vík í lok júní í sum­ar.

<>

Guðmund­ur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi seg­ir í sam­tali við mbl.is í dag að málið sé enn óupp­lýst.

Hann seg­ir að lög­regl­unni hafi borist upp­tök­ur úr mynda­vél­um en þær hafi ekki skilað nein­um ár­angri hingað til.

Flutt­ur af einkalóð og á Hólms­heiði
Gám­ur í eigu Alm­ars Gunn­ars­son­ar, eig­anda pípu­lagn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Lands­lagna ehf., var flutt­ur af einkalóð hans við Fiskislóð yfir á Hólms­heiði án hans vit­und­ar.

Alm­ar sagði í sam­tali við mbl.is að hann hefði fundið gám­inn á Hólms­heiði þar sem búið var að tæma hann en í hon­um voru hrein­læt­is- og pípu­lagn­ing­ar­vör­ur að and­virði tíu til fimmtán millj­óna króna.

Krist­mund­ur Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri ET-flutn­inga ehf. sem flutti gám­inn, sagði að fyr­ir­tækið hefði blekkt. Það hefði verið beðið um að flytja gám­inn og það væri fórn­ar­lamb í mál­inu eins og eig­andi gáms­ins.

Heimild: Mbl.is