Home Fréttir Í fréttum 06.09.2024 Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir – 4a. áfangi

06.09.2024 Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir – 4a. áfangi

120
0
Hornafjörður

Uppbygging fráveitukerfis Hafnar í Hornafirði hófst árið 2015 og er 1., 2. og 3. áfanga verksins lokið. Nú er komið að 4. áfanga verksins sem þetta útboð felur í sér.

<>

Lauslegt yfirlit yfir verkið
Uppbygging fráveitukerfis Hafnar í Hornafirði hófst árið 2015 og er 1., 2. og 3. áfanga verksins lokið. Nú er komið að 4. áfanga verksins sem þetta útboð felur í sér.

Það felur í sér að koma fyrir skólplögn frá núverandi brunni úr 2. áfanga sem staðsettur er austan við Ásgarð (Ránarslóð 3), vestur með Ránarslóð að Sandbakkavegi en þar breytist lögnin úr sjálfrennandi lögn í þrýstilögn og endar hún sunnan við Sandbakka 1 í þessum áfanga.

Skólplögn meðfram Ránarslóð munu koma til með að liggja undir núverandi gangstétt/göngustíg fyrstu 80 metrana og síðan liggur hún út í Höfðavík og liggur þar sunnan við núverandi göngustíg meðfram Ránarslóð og Sandbakkavegi og liggur síðan að lokum við hlið gangstéttar/göngustíg meðfram Sandbakkavegi.

Einnig er um að ræða að tengja fráveitulagnir frá Bogaslóð við nýja skólplögn. Um er að ræða að grafa fyrir lögnum, þ.e. skólplögnum og brunnum ásamt rofvörn meðfram Ránarslóð, útvega lagnaefni, leggja lagnirnar, sanda kringum þær og fylla í lagnaskurð og jafna út fyllingu og ganga frá yfirborði.

Hluti af lagnaleiðinni er undir gangstétt/göngustíg sem þegar er búið að leggja og eru klæddar með malbiki en að mestum hluta til liggja lagnir við hlið göngustígs og utan í malar- og grjótbakka meðfram Ránarslóð.

Verkið inniheldur einnig rofvarnir utan á núverandi fyllingu undir götu og gangstíg meðfram Ránarslóð. Um er að ræða að koma fyrir burðarhæfri fyllingu, utan á hana kjarna og þar utan á grjótvörn skv. teikningum og verklýsingum.

Verkið inniheldur einnig sögun, rifi og förgun á malbiki sem getið er til í magnskrá.

Athuga skal að á stórum hluta vinnsvæði gætir flóðs og fjöru og skal verktaki taka tillit til þess við vinnu sína, haga vinnu sinni eftir því og gera ráð fyrir því í einingarverðum sínum.

0.0.2 Útboðsgögn
Útboðsgögn, dagsett í ágúst 2024, og bera nafnið:

Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir- 4. áfangi og sundurliðast eftirfarandi:

  • Útboðslýsing gerð af Verkhof ehf.
  • Teikningar og verklýsingar gerðar af Verkhof ehf
  • Tilboðseyðublað ásamt tilboðsskrá

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds, með því að senda fyrirspurn á neðangreint netfang
og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Uppbygging fráveitukerfi á Höfn – Jarðvinna
og lagnir – 4a. áfangi“.

Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Ósk um
útboðsgögn skal senda á: utboð@hornafjorður.is til vara vignir@hornafjordur.is Vinsamlegast takið
fram í viðfangsefni pósts „Uppbygging fráveitukerfis á Höfn – Jarðvinna og lagnir – 4a.
áfangi
“.

Tilboð skulu berast fyrir 6. september 2024 kl.14:00.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.