Home Fréttir Í fréttum Verkefni á ís þrátt fyrir vöxt

Verkefni á ís þrátt fyrir vöxt

61
0
Innflutningur byggingarhráefna hefur vaxið undanfarið ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum alla vega bún­ir að setja verk­efni á ís. Út af vöxt­um aðallega,“ seg­ir Pálm­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri bygg­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Þingvangs, er hann er spurður um stöðu bygg­inga­verk­efna hjá fyr­ir­tæk­inu á ár­inu.

<>

Í nýrri mánaðar­skýrslu hag­deild­ar Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar sem birt var á miðviku­dag kem­ur fram að aukn­ing hafi orðið í inn­flutn­ingi bygg­ing­ar­hrá­efna hér á landi.

Seg­ir í skýrsl­unni að inn­flutn­ing­ur­inn hafi vaxið hratt síðastliðið rúmt ár eft­ir að hafa dreg­ist sam­an frá miðju ári 2022. Þá sé erfitt að dæma þróun á inn­flutn­ingi út frá mánaðarleg­um gild­um vegna sveiflna.

„Ef horft er á leitni hef­ur inn­flutn­ing­ur hins veg­ar auk­ist um 14% miðað við verðmæti inn­flutn­ings og um fjórðung í magni miðað við maí 2023 sé miðað við þriggja mánaða meðaltal af árstíðaleiðréttu gildi,“ seg­ir enn frem­ur í skýrsl­unni.

Gætu verið for­unn­in hús
Morg­un­blaðið sló á þráðinn til Pálm­ars til að spyrj­ast fyr­ir um hvort vöxt­ur á inn­flutn­ingi þýddi að bygg­inga­fyr­ir­tæki væru á leið í meiri fram­kvæmd­ir en Pálm­ar seg­ir svo ekki vera hjá Þingvangi. Nefn­ir hann að vöxt­ur í inn­flutn­ingi bygg­ing­ar­hrá­efna geti mögu­lega verið vegna inn­flutn­ings til­bú­inna húsa. Þeim fylgi mun minni vinna hjá verk­taka­fyr­ir­tækj­un­um.

„Kannski skýrist þetta af því að það er mik­ill inn­flutn­ing­ur á til­bún­um hús­um. Menn eru að selja mód­el­hús sem eru for­unn­in hús. Húsa­smiðjan og fleiri eru að moka þessu út og það fylg­ir þessu lít­il vinna fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Pálm­ar og bæt­ir við:

„Mér gæti helst dottið það í hug að þessi inn­flutn­ing­ur á efni sé aukn­ing í til­bún­um hús­um eða ein­ing­um eða mód­el­um.“

Hót­el liggi til­búið
Kveðst Pálm­ar þá einnig hafa heyrt að hót­el Radi­son Red, sem á að rísa í Reykja­vík, liggi nú meira og minna til­búið við höfn­ina í Þor­láks­höfn í stálein­ing­um.

„Þannig að það eru alls kon­ar svona hlut­ir að ger­ast og þetta er 13 hæða bygg­ing. Ekki eitt­hvert stakt hús eða sum­ar­bú­staður,“ seg­ir Pálm­ar að end­ingu.

Heimild: Mbl.is