Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu Svínvetningabrautar (731) frá vegamótum Kjalvegar (35) að vegamótum Hringvegar (1Vista), samtals um 5,0 km.
Helstu magntölur eru:
- – Efnisvinnsla 0/22 mm 9.420 m3
- – Efnisvinnsla 4/16 mm 1.460 m3
- – Skering 1.260 m3
- – Fylling 600 m3
- – Fláafleygar 660 m3
- – Ræsalögn 15 m
- – Neðra burðarlag (styrktarlag) 1.400 m3
- – Efra burðarlag 7.250 m3
- – Tvöföld klæðing 35.000 m2
- – Frágangur fláa 6.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2016.
Útboðsgögnin eru seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 25. apríl 2016. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. maí 2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.