Home Fréttir Í fréttum Jarðgöng undir Miklubraut yrðu þau níundu lengstu á landinu

Jarðgöng undir Miklubraut yrðu þau níundu lengstu á landinu

62
0
Jarðgöng undir Miklubraut falla undir samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. RÚV

Jarðgöng undir Miklubraut í Reykjavík yrðu 4,1 kílómetri að lengd með gangatengingu við Kringlumýrarbraut.

<>

Verði jarðgöng undir Miklubraut í Reykjavík að veruleika verða þau níundu lengstu jarðgöng á landinu, á eftir Bolungarvíkurgöngum.

Samkvæmt mati EFLU eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng undir Miklubraut, með 1,3 kílómetra langri gangatengingu frá Kringlumýrarbraut, æskilegasti kosturinn af þeim útfærslum sem til skoðunar eru.

Samkvæmt mati verkfræðistofunnar EFLU eru jarðgöng æskilegri kostur en stokkur fyrir Miklubraut. Fjórar útfærslur eru til skoðunar, tvær útfærslur af stokki og tvær af jarðgöngum, og samkvæmt mati Eflu er fyrri útfærsla jarðganga æskilegasti valkosturinn til að fara með áfram á næsta hönnunarstig.

Jarðgöng undir Miklubraut yrðu þau níundu lengstu á landinu.
RÚV

Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala. Þar að auki er 1,3 kílómetra löng gangatenging Kringlumýrarbraut sem tengist Miklubrautargöngunum í vesturátt, með tveimur samsíða, einbreiðum göngum.

Jarðgöng undir Miklubraut falla undir samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og færu því ekki á lista Vegagerðarinnar yfir forgangsröðun jarðgangakosta.

Vegagerðin gerir tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar, og hversu brýnt vandamálið er sem jarðgöngin eiga að leysa.

Ef jarðgöng undir Miklubraut væru hluti af samgönguáætlun en ekki samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins yrðu þau fjórða stysta jarðgangaframkvæmdin á þeim lista.

Heimild: Ruv.is