Home Fréttir Í fréttum Hækka varnargarðinn innanfrá meðan enn rennur úr einum hrauntaumi

Hækka varnargarðinn innanfrá meðan enn rennur úr einum hrauntaumi

33
0
Unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarðana við Sýlingarfell. Hér er jarðýta að athafna sig rétt við síðasta virka hrauntauminn. RÚV – Ragnar Visage

Vinnuhópar eru önnum kafnir við að styrkja varnargarða við Sýlingarfell innanfrá. Vatnskæling er notuð með góðum árangri til að halda aftur af einum hrauntaumi.

<>

Vinnuhópum gengur vel að komast fyrir hraunflæðið við Sýlingarfell á Reykjanesskaga. Nú rennur hrauntaumur yfir varnargarð á einum stað, en þegar mest lét í fyrradag rann úr þremur taumum.

Unnið er að því að hækka garðinn vestan meginn en hraunið er ennþá hærra en garðurinn. Enn er verið að kæla einn hrauntaum með vatni og virðist af myndum sem það gangi vel.

Tekist hefur að halda aftur af rennsli í einum hrauntaumnum með vatnskælingu.
RÚV – Ragnar Visage

Hraun safnast þó enn upp í lægðinni neðan við varnargarðana og hefur náð að nýja garðinum sem hefur verið unnið að síðustu tvo sólarhringa.

Verulega hefur dregið úr virkni í gosgígnum og lítið hraunrennsli er úr honum, en hraun hefur safnast upp við varnargarðinn og gæti tekið nokkurn tíma að storkna.

Hér sést renna úr síðasta hraunstraumnum . Grindavíkurvegur sést líka á myndinni.
RÚV – Ragnar Visage
Hér sést ofan á hrauntunguna.
RÚV – Ragnar Visage

Heimild: Ruv.is