Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða við Úugötu í Helgafellshverfi.
Í boði eru 50 lóðir þar sem gert er ráð fyrir 30 einbýlishúsum, átta parhúsum (16 íbúðir) og einu fjögurra eininga raðhúsi. Úugata er í skjólsælum suðurhlíðum Helgafells og er eitt glæsilegasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Lóðirnar sitja hátt í landinu og þaðan er mikið útsýni. Í hverfinu er lögð áhersla á fjölbreytta byggð, vandaða umhverfismótun og góða tengingu við útivistarsvæði og ósnortna náttúru.
Tilboð í lóðir skulu berast Mosfellsbæ fyrir miðnætti þann 19. júní. Nánari upplýsingar má finna á www.mos.is.
Heimild: Mosfellingur.is