Home Fréttir Í fréttum Áætlað að brúin kosti 8 milljarða

Áætlað að brúin kosti 8 milljarða

71
0
Ný brú yfir Ölfusá verður mikið mannvirki og mun sjást víða að, eins og glögglega má sjá af þessari tölvugerðu mynd af mannvirkinu.

Áætlaður upp­færður kostnaður við bygg­ingu nýrr­ar brú­ar yfir Ölfusá er um 8 millj­arðar króna, en ekki um 10 millj­arðar, eins og fram kom í grein alþing­is­mann­anna Jóns Gunn­ars­son­ar og Vil­hjálms Árna­son­ar í Morg­un­blaðinu á föstu­dag og þeir sögðu dæmi um óráðsíu.

<>

Þetta seg­ir Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í grein­inni kvarta þing­menn­irn­ir yfir því að erfiðlega hafi gengið að fá upp­lýs­ing­ar hjá Vega­gerðinni um áætlaðan upp­færðan kostnað við brú­ar­smíðina og kann­ast Guðmund­ur Val­ur við að staðið hafi upp á Vega­gerðina í því efni.

Hann seg­ir að síðar í þess­um mánuði komi í ljós hvort samið verði við ÞG verk­taka um smíði brú­ar­inn­ar, en viðræður standa nú yfir og end­an­legt til­boð í verkið er vænt­an­legt.

„Það er verið að velja mann­virki sem er hag­kvæmt við þver­un Ölfusár og hæf­ir aðstæðum og það eru ekki sjón­ar­mið um hönn­un­ar­brú sem ráða ferðinni,“ seg­ir hann.

Guðmund­ur Val­ur seg­ir að mögu­lega sé unnt að lækka kostnað um ein­hverj­ar pró­sent­ur, en ekki sé þar um stór­ar töl­ur að ræða.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is