Home Fréttir Í fréttum Þarf að greiða ríkissjóði 118,5 milljónir

Þarf að greiða ríkissjóði 118,5 milljónir

129
0
Maðurinn þarf að greiða ríkissjóði um 118,5 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt Giedrius Mockus í tólf mánaða skil­orðsbundið fang­elsi vegna meiri­hátt­ar skatta­laga­brots. Þá ber hon­um að greiða rík­is­sjóði sekt, sem nem­ur rúm­um 118,5 millj­ón­um króna, inn­an fjög­urra vikna frá dóms­birt­ingu, ann­ars þarf hann að sæta fang­elsi í 360 daga.

<>

Giedrius var ákærður fyr­ir að hafa, sem stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri með prókúru einka­hluta­fé­lags­ins Granda­verks, staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatts­skýrsl­um fyr­ir upp­gjörs­tíma­bil­in nóv­em­ber-des­em­ber rekstr­ar­ár­in 2017, 2018, 2019 og 2020 og fyr­ir að hafa eigi staðið skil á virðis­auka­skatti sem inn­heimt­ur var, eða inn­heimta bar, í starf­sem­inni á þessu tíma­bili og standa rík­is­sjóði skil á.

Alls var um að ræða virðis­auka­skatt sem nam tæp­um 60 millj­ón­um.

Giedrius neitaði sök og hafnaði því að þessi hátt­semi væri refsi­verð. Þá gerði hann eng­ar at­huga­semd­ir við fjár­hæðir sem voru til­greind­ar í ákæru.

Benti Giedrius á skyldu sína

Í dómn­um kem­ur fram að Giedrius hafi borið skylda til að gefa út sölu­reikn­inga fyr­ir allri út­seldri þjón­ustu hvers mánaðar, inn­heimta virðis­auka­skatt og standa skil á hon­um sér­hvert upp­gjörs­tíma­bili.

Þá hafi Giedrius gert sam­komu­lag við annað einka­hluta­fé­lag um að gefa ekki út sölu­reikn­inga jafnóðum og gera margra ára verk upp við verklok. Dóm­ur­inn seg­ir það stang­ast full­kom­lega á við lög.

Heimild: Mbl.is