Home Fréttir Í fréttum Stórtæk áform um stækkun lúxushótels

Stórtæk áform um stækkun lúxushótels

107
0
Tindasel Lodge hefur ekki verið lengi í rekstri en þegar eru uppi áform um mikla stækkun hótelsins og skipulagningu afþreyingar.

„Þetta er besta staðsetn­ing á Íslandi. Hérna get­urðu gist í 5-6 næt­ur og gert eitt­hvað nýtt og spenn­andi á hverj­um degi. Við sjá­um gíf­ur­leg vaxt­ar­tæki­færi hér,“ seg­ir Sig­urður Sindri Magnús­son, for­stjóri og eig­andi ferðaþjón­ust­unn­ar Deluxe Ice­land.

<>

Fyr­ir­tækið rek­ur hót­elið Tinda­sel Lod­ge á Rangár­völl­um. Þar eru nú átta her­bergi sem rúma allt að sex­tán gesti. Hót­elið er í upp­gerðu fjósi sem áður til­heyrði jörðinni Stokka­læk. Stór áform eru á teikni­borðinu um stækk­un hót­els­ins á næstu árum. Ef þau ganga öll eft­ir verður hægt að taka á móti allt að 200 gest­um þar hverju sinni. Mark­hóp­ur­inn er einkum vel stæðir Banda­ríkja­menn.

Kost­ar allt að 2,8 millj­arða

Fyrsta hluta verk­efn­is­ins er nú lokið en það fól í sér kaup á land­inu, að koma rekstri átta her­bergja hót­els í gang og sækja um leyfi fyr­ir bygg­ing­ar sem geta rúmað allt að 200 gesti. Ann­ar hluti stend­ur nú yfir en hann fel­ur í sér að leita fjár­mögn­un­ar, byggja 10-15 smá­hýsi sem eru að hluta til úr gleri auk frek­ari und­ir­bún­ings fyr­ir þriðja hluta sem á að fara í gang árið 2026.

Þá er stefnt að bygg­ingu 40 her­bergja hót­els með spa-aðstöðu, lík­ams­rækt og veit­ingastað. Þar verði 10 hefðbund­in her­bergi, 10 stærri her­bergi, 16 deluxe-her­bergi og fjór­ar 70 fer­metra svít­ur. Eldra hús­næði hót­els­ins verður nýtt sem gist­ing fyr­ir starfs­fólk þess.

Til viðbót­ar eru áform um aðra bygg­ingu, „Pri­vate Lod­ge“, sem hægt verður að leigja í heilu lagi fyr­ir fjöl­skyld­ur eða hópa. Sig­urður seg­ir að þar geti fólk verið út af fyr­ir sig og haft sinn eig­in kokk og þjón svo dæmi sé tekið. Mik­ill kostnaður fylg­ir þess­ari upp­bygg­ingu og er áætlað að hann geti orðið allt að 20 millj­ón­ir doll­ara alls, eða um 2,8 millj­arðar króna.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is