Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala óska eftir tilboðum vegna kaupa á tveimur nýjum lyftum.
Um er að ræða tvær víralyftur, sjúkrahúslyftur, til sjúkra- og fólksflutninga í skála framan við A-álmu Fossvogssjúkrahússins LSH við Háaleitisbraut 175 í Reykjavík.
Lyfturnar NF-0266 og NF-0267 eru tvíburalyftur sem eru í sama lyftuhúsi staðsettar í A-álmu við skála.
Burðargeta: um 2200 kg. – 30 manns.
Lyftihæð: 23,68 m.
Lyftihraði: amk. 1,0 m/sek.
Lyftitíðni: a.m.k. 180 ferðir á klst.
Stöðvar: 8.
Dyr: 8, allar að framanverðu.
Hurðir: Sjálfvirkar rennihurðir, hliðar opnandi, með 1200 mm. opnun. Hæð hurða skal vera 2000 mm.
Dyraop: skv. mælingu h = um 2000 mm, b = 1200 mm, en það er jafnframt steypumál dyraopsins.
Hattrými er um 3415 mm.
Dýpt gryfjunnar er um 1340 mm.
Nánari upplýsingar eru í útboðsgögnum sem eru aðgengileg hér í útboðskerfi Mercell Tendsign.