Home Fréttir Í fréttum Myndir: „Ævintýragámar“ við Vörðuskóla

Myndir: „Ævintýragámar“ við Vörðuskóla

107
0
Þetta er fjórði leikskólinn sem er hluti af verkefninu Ævintýraborgir sem hófst árið 2021 til að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný gáma­byggð á bíla­plan­inu við Vörðuskóla í Reykja­vík hef­ur ef­laust ekki farið fram hjá glögg­um veg­far­end­um um Baróns­stíg en þar verður leik­skól­inn Ævin­týra­borg opnaður síðar á þessu ári.

<>
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þetta er fjórði leik­skól­inn sem er hluti af verk­efn­inu Ævin­týra­borg­ir sem hófst árið 2021 til að fjölga leik­skóla­pláss­um í Reykja­vík. Ein­kenn­andi fyr­ir þessa leik­skóla eru fær­an­leg­ar gáma­ein­ing­ar sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur tekið í lang­tíma­leigu af fyr­ir­tæk­inu Terra ein­ing­um ehf.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg er stefnt að því að starf­semi á leik­skól­an­um hefj­ist í ár, ef allt geng­ur að ósk­um. Þetta verður fimm deilda leik­skóli sem get­ur tekið við allt að 75 börn­um frá 12 mánaða aldri.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is