Home Fréttir Í fréttum Knatthöllin á Ásvöllum mun breyta miklu fyrir starf Hauka

Knatthöllin á Ásvöllum mun breyta miklu fyrir starf Hauka

79
0
Samningum samkvæmt á verktaki að ljúka framkvæmdum í lok nóvember næstkomandi svo vænst er að strax á nýju ári megi hefja knattspyrnuæfingar í húsinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfs­menn ÍAV vinna þessa dag­ana að því að loka ytra byrðinu á nýrri knatt­höll Hauka á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði.

<>

Búið er að reisa grind húss­ins og sperr­ur og nú er krani notaður þegar bit­ar í þakið eru lagðir ofan á þær. Þannig er verkið tekið skref fyr­ir skref og gang­ur­inn er góður.

Samn­ing­um sam­kvæmt á verktaki að ljúka fram­kvæmd­um í lok nóv­em­ber næst­kom­andi svo vænst er að strax á nýju ári megi hefja knatt­spyrnuæf­ing­ar í hús­inu, sem er rúm­ir 10.000 fer­metr­ar að flat­ar­máli.

Þá er eft­ir að setja upp áhorf­enda­bekki og ljúka fram­kvæmd­um við þjón­ustu­bygg­ingu sem fylg­ir knatt­höll­inni, sem ætti að vera klárt þegar kem­ur fram á næsta ár.

„Til­koma knatt­hall­ar­irnn­ar verður í raun al­gjör bylt­ing fyr­ir allt íþrótt­astarf Hauka,“ seg­ir Magnús Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Hauka í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is