Home Fréttir Í fréttum 17.04.2024 Framkvæmdir á Sæunnargötu, Borgarnesi

17.04.2024 Framkvæmdir á Sæunnargötu, Borgarnesi

158
0
Borgarnes. Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Borgarbyggð, Veitur og Rarik auglýsa útboð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sæunnargötu í Borgarnesi. 
Um er að ræða gatna- og gangstéttargerð og leggja dreifikerfi fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu.  
Borgarbyggð 

Endurnýja skal yfirborð götu, bílastæðið og gangstétta. 

<>

Helstu magntölur: 

  • Uppgröftur 3500 m3 
  • Fylling 500 m3 
  • Styrktarlag 2500 m3 
  • Burðarlag 520 m3 
  • Malbik 2500 m2 
  • Steyptar gangstéttir 820 m2 
Veitur ohf. 

Verkið felst í að leggja dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu og fráveitur. Verkið er unnið samhliða gatnagerð 

Helstu magntölur: 

  • Fráveitulagnir 560 m 
  • Vatnsveitulagnir 420 m 
  • Hitaveitulagnir 552 m 
  • Heildarskurðarlengd 1226 m 
Rarik ohf. 

Verkið felst í að leggja lágspennustrengi og jarðvíra í skurði ásamt því að verja eldri lagnir auk tilheyrandi jarðvinnu , niðurtekt og uppsetningu á tengiskápum 

Helstu magntölur: 

  • Tengiskápar 4 stk. 
  • Raflagnir 300 m 

Útboðsgögn verða afhent þriðjudaginn 2.apríl 2024 og má nálgast útboðsgögn í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar hjá Ajour.

Útboðsgögn afhent: 02.04.2024 kl. 08:00
Skilafrestur 17.04.2024 kl. 10:00
Opnun tilboða: 17.04.2024 kl. 10:00

Vanti þig aðstoð með að búa til aðgang eða notkun á Ajour útboðskerfinu má setja sig í samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða thjonustuver@borgarbyggd.is 

Umsjónaraðilli útboðs er Elfar Ólafsson verkefnistjóri byggingar- og framkvæmdamála.