Home Fréttir Í fréttum Allar lóðirnar á Flúðum farnar

Allar lóðirnar á Flúðum farnar

67
0
Slegist var um lóðirnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum afar ánægð. Þetta fór fram úr mín­um björt­ustu von­um,“ seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir, sveit­ar­stjóri í Hruna­manna­hreppi.

<>

Mik­ill áhugi var á lóðum við nýja götu á Flúðum þegar þær voru aug­lýst­ar fyr­ir skemmstu. Á dög­un­um var öll­um lóðum við Loðmund­ar­tanga út­hlutað á fundi sveit­ar­stjórn­ar. Á fund­in­um kom í ljós að 37 um­sókn­ir voru um 13 lóðir og þurfti að draga á milli um­sækj­enda.

Um var að ræða tvö raðhús, sex par­hús og tvö ein­býl­is­hús við Loðmund­ar­tanga en einnig var út­hlutað einni lóð fyr­ir iðnaðar­hús­næði og tveim­ur ein­býl­is­húsalóðum við Túngötu.

Þær tvær síðast­nefndu eru skammt frá sund­laug­inni í bæn­um og rúma stór hús á tveim­ur hæðum að sögn Al­dís­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is