Home Fréttir Í fréttum Kynna 112 nýjar íbúðir í Fellahverfi

Kynna 112 nýjar íbúðir í Fellahverfi

138
0
Dæmi um raðhúsabyggð Í Fellagörðum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Byggðar verða 112 nýj­ar íbúðir í Fella­görðum í Breiðholt­inu. Fallið hef­ur verið frá áætl­un um náms­mann­a­í­búðir og þess í stað verður lögð áhersla á fjöl­breyti­legt hús­næði.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem end­ur­hönn­un á deili­skipu­lagi er kynnt.

Á mynd­inni má sjá end­ur­hönn­un á deili­skipu­lag­inu þar sem græn svæði eru ríkj­andi og nú­ver­andi byggðamynstri fylgt á svæðinu.

Til­laga að breyttu deili­skipu­lagi. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

75 nýj­ar íbúðir í hver­fiskjarn­ann
Byggðar verða 75 nýj­ar íbúðir á efri hæðum og í viðbygg­ingu við kjarn­ann í Völvu­felli.

Hæsta bygg­ing­in verður 5 hæðir ásamt jarðhæð/​kjall­ara. Á jarðhæðum verða versl­an­ir og þjón­usta í hver­fiskjarn­an­um.

Staðsetn­ing fjöl­býl­is­hús­anna er sögð lík­leg til að styrkja hver­fiskjarn­ann enn frek­ar.

Ofaná­bygg­ing við Drafnar­fell sést hér. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Fjöl­breytt byggð
Í neðra hluta skipu­lags verða 37 íbúðir; 24 íbúðir í raðhús­um, 12 íbúðir og fjöl­býli og eitt ein­býli/​dag­heim­ili ásamt fjöl­skyldumiðstöð/​miðstöð barna.

Göngu­stíg­ur í raðhúsa­byggð í Fella­görðum. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Lóð leik­skól­ans verður stækkuð og færð neðar og er gert ráð fyr­ir 10 deilda leik­skóla þar.

Bygg­ing­ar­reit­ur­inn er rúm­ur sem gef­ur mikið svig­rúm fyr­ir hönn­un og úr­lausn í fyr­ir­hugaðri leik­skóla­sam­keppni.

Heimild: Mbl.is