Landsnet óskar eftir tilboðum í verkið NA1&2-01.
Ráðgerðar framkvæmdir í þessu verki eru í höfuðatriðum eftirfarandi:
Slóðagerð og vinnuplön
• Gera aðkomuslóðir að hluta mastra.
• Lagfæra núverandi slóðir, grjóthreinsa og valta.
• Gera vinnuplön við valin möstur.
• Viðhalda núverandi vegslóðum á framkvæmdatímanum.
Bergboltar
• Borun og niðursteypa á bergboltum.
• Togprófanir bergbolta.
Undirstöður mastra
• Jarðvinna við að koma fyrir forsteyptum undirstöðum í mastursstæðum.
• Koma fyrir jarðskautum við undirstöður
• Staðsteypa undirstöður við SVC virki, tengja jarðskaut við eldri jarðskaut.
Útboðsgögn afhent: | 09.03.2024 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 11.04.2024 kl. 14:00 |
Nánari lýsingu á verkinu er að finna í útboðsgögnum NA1&2-01 sem aðgengileg eru á útboðsvef Landsnets.