Home Fréttir Í fréttum Landeyjahöfn „eitt mesta verkfræðislys seinni ára“

Landeyjahöfn „eitt mesta verkfræðislys seinni ára“

84
0
Halldór Nellett, fyrrverandi skipherra Landhelgisgæslunnar. mbl.is

„Það er mín skoðun að hönn­un og staðsetn­ing Land­eyja­hafn­ar sé senni­lega eitt mesta verk­fræðislys seinni ára hér við Ísland.“

<>

Þetta skrif­ar Hall­dór B. Nell­ett, fyrr­ver­andi skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í grein í Morg­un­blaðinu í vikunni.

Seg­ir hann að varað hafi verið við því á sín­um tíma að staðsetn­ing hafn­ar­inn­ar væri ekki æski­leg. Vanda­mál­in við staðsetn­ingu og hönn­un hafn­ar­inn­ar væru tvíþætt.

Sjógang­ur utan hafn­ar­mynn­is og sand­b­urður vegna ná­lægðar við Markarfljót. Þá væri einnig mjög lík­legt við breytta hafn­argarða að sand­dælu­skip gætu bet­ur at­hafnað sig við verri aðstæður en ella.

Herjólf­ur við Land­eyja­höfn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Kostað meira að dæla sandi úr höfn­inni en að byggja hana
Minn­ist Hall­dór stjórn­sýslu­út­tekt­ar Rík­is­end­ur­skoðunar sem kom út í maí árið 2022 þar sem kom fram að all­ar áætlan­ir um rekst­ur Land­eyja­hafn­ar hefðu verið „mjög vanáætlaðar“.

„Þar sagði m.a. að búið væri að verja meira fé í að dæla sandi úr Land­eyja­höfn en kostaði að byggja hana og var dýpk­un­ar­kostnaður á ár­un­um 2011-2020 fjór­fald­ur miðað við upp­haf­leg­ar áætlan­ir, þ.e. á fyrstu tíu árum hafn­ar­inn­ar er kostnaður vegna viðhalds­dýpk­un­ar orðinn meiri en bygg­ing­ar­kostnaður henn­ar,“ skrif­ar Hall­dór.

Nefn­ir hann að sandi hafi verið mokað úr höfn­inni á síðasta ári fyr­ir rúm­lega 600 millj­ón­ir króna. Stofn­kostnaður við höfn­ina nam tæp­um 3,33 millj­örðum króna.

„Nýj­ustu töl­ur um heild­ar­kostnað við höfn­ina eru komn­ar í 8,2 millj­arða. Á síðasta ári, þ.e. 2023, reynd­ist dýpk­un­ar­kostnaður vera rúm­ar 600 millj­ón­ir eins og áður sagði og var það dýr­asta árið frá því að höfn­in var byggð. Þetta er ótrú­leg upp­hæð fyr­ir höfn sem kostaði á sín­um tíma 3,3 millj­arða. Nýr Herjólf­ur er ekki í þess­ari tölu en mun hafa kostað um 5,2 millj­arða og alls er þetta því komið í 13 millj­arða með smíði hans,“ skrif­ar Hall­dór.

Skor­ar á Vega­gerðina
Hall­dór seg­ir marg­ar brota­lam­ir vera á hönn­un hafn­ar­inn­ar og brýnt sé að bæta hana. Hann skor­ar á Vega­gerðina að viður­kenna vanda­málið og moka ekki bara enda­laus­um sandi.

„Ég skora á Vega­gerðina að viður­kenna vand­ann, höfn­in sjálf, hönn­un henn­ar og staðsetn­ing er stærsta vanda­málið. Reyna að finna lausn­ir en ekki bara moka sand enda­laust.

Ef niðurstaða reyndra hafn­ar­verk­fræðinga verður sú að ekki sé hægt að lag­færa höfn­ina svo hún virki bet­ur þurfa stjórn­völd að svara því hvort rétt­læt­an­legt sé að eyða skatt­fé okk­ar í enda­laus­an sandmokst­ur með stop­ul­um ferðum eða þá hrein­lega að af­skrifa Land­eyja­höfn al­ger­lega,“ skrif­ar Hall­dór.

Heimild: Mbl.is