Orka náttúrunnar ohf. óskar tilboða í ofangreint verk. Verkið felst í stuttu máli í að setja upp hleðsluinnviði fyrir rafbíla við Perluna í Reykjavík.
Svæðið verður upplýst og settar verða upp sjö (7) hleðslustöðvar auk annars búnaðar í samræmi við verklýsingu.
Helstu verkþættir eru jarðvinna, fyllingar, skurðgröftur, frágangur undirstaða, útlagning strengja yfirborðsmerkingar og annar frágangur.
Helstu magntölur eru:
• Gröftur 400 m3
• Lagning ídráttarröra 660 m
• Lagning og Ídráttur strengja 2300 m
• Undirstöður 10 stk
• Ljósastaurar 5 stk.
• Yfirborðsfrágangur, hellulögn 230 m2
• Malbiksviðgerðir 11 m2
• Gróður 20 tré
Útboðsgögn afhent: | 14.02.2024 kl. 10:36 |
Skilafrestur | 06.03.2024 kl. 14:00 |
Opnun tilboða: | 06.03.2024 kl. 14:00 |
Gert er ráð fyrir að verktaki geti hafið vinnu við verkið þann 16. apríl 2024. Verkinu skal að fullu lokið þann 5. júlí 2024. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum.