Home Fréttir Í fréttum 575 fermetra bygging á 2,2 milljónir

575 fermetra bygging á 2,2 milljónir

200
0
Byggingin sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Hægt er að kaupa 575 fer­metra bygg­ingu á 2,2 millj­ón­ir króna á vefsíðunni Efn­isveit­an.is.

<>

Ástæðan er sú að bygg­ing­in þarf að víkja fyr­ir nýj­um íbúðum en húsið stend­ur á iðnaðarlóð að Breiðhöfða 11 í Reykja­vík, þar sem lengst af var fyr­ir­tækið Ísaga ehf., að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efn­isveit­unni.

„Bygg­ing­in var reist af Vélsmiðjunni Héðni árið 1992 og er því orðin 34 ára göm­ul. Hún er að mestu byggð úr ryðfríu stáli auk þess sem 75 fm lím­trés­bygg­ing er áföst henni.

Það sem ger­ir það mögu­legt að hægt er að selja bygg­ing­una er að stál­grind­ar­virkið er boltað niður í stein­steypu sökkla og sterk­byggð bygg­ing­in er því auðveld í niður­töku og flutn­ing,” seg­ir þar einnig.

Gert er ráð fyr­ir að það taki rúm­an mánuð að skrúfa niður bygg­ing­una og að verk­inu verði lokið með hækk­andi sól.

Hugi Hreiðars­son hjá Efn­isveit­unni, seg­ir þeim fyr­ir­tækj­um sí­fellt fjölga sem leita leiða við að lág­marka sóun og um leið efla hringrás­ar­hag­kerfið.

Bygg­ing sem þessi kosti mikla orku og efnivið til að fram­leiða og að ný­v­irði á efnivið bygg­ing­ar­inn­ar hlaupi á nokkr­um tug­um millj­óna króna.

Heimild: Mbl.is