Home Fréttir Í fréttum Nýr tengigangur SAk hugsanlega tekinn í notkun í apríl

Nýr tengigangur SAk hugsanlega tekinn í notkun í apríl

54
0
Mynd: SAk

Vinna við tengigang Sjúkrahússins á Akureyri er vel á veg komin og bjartsýnustu spár segja að hann verði tekinn í notkun í apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk. Þar segir einnig að þessa dagana sé verið að setja upp glerveggi og vinna að lokafrágangi líkt og loftræstingu, raflagnavinnu, dúklagningu, kerfislofti og málningarvinnu. Í framhaldinu komi innréttingar og tæknibúnaður.

<>

Tengigangurinn er á þriðju hæð sjúkrahússins og tengir fæðingardeild við barnadeild. Einnig mun tengigangurinn hýsa nýtt og rýmra hermisetur og færist starfsfólk mennta- og vísindadeildar í heild sinni á ganginn. Þá verður á ganginum nýtt og glæsilegt fyrirlestrarými, nokkur fundarherbergi ásamt fjölda skrifstofa.

Mynd: SAk

„Við erum búin að bíða lengi eftir tengiganginum sem verður þörf viðbót við húsnæði sjúkrahússins. Ég hef áður gert mér væntingar um að ársfundurinn verði haldinn á tengiganginum en nú ætti það að ganga upp,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk á vef sjúkrahússins.

Heimild: Kaffid.is