Úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2023 nam rúmlega 4,7 milljörðum króna og verður notaður til að byggja 400 íbúðir.
Samkvæmt tilkynningu frá HMS nam úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2023 rúmlega 4,7 milljörðum króna og mun nýtast til uppbyggingar samtals 400 nýrra íbúða fyrir tekju- og eignaminni heimili í 18 sveitarfélögum.
Stærstur hluti íbúðanna kemur til með að vera á höfuðborgarsvæðinu en úthlutað var einnig til íbúða í öllum landshlutanum, þá sérstaklega í Reykjanesbæ, á Akureyri og í Fjarðarbyggð.
Meðal verkefnanna er 21 ný íbúð fyrir fatlað fólk sem verða til á næstu misserum.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni á fundi hjá HMS um mitt síðasta ár. Ráðherra upplýsti þar að samtals væri stefnt að því að byggja 2.800 íbúðir fyrir þennan hóp á árunum 2023-2025 í stað 1.250 íbúða sem áður var áætlað.
Stofnframlag ríkisins er 18% af stofnkostnaði íbúðanna og framlag sveitarfélags er 12%. Ríki er heimilt er að veita allt að 4% viðbótarframlag vegna íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, íbúðarhúsnæðis ætlað námsmönnum eða öryrkjum.
Frá því að reglur um stofnframlag tóku gildi á seinni hluta árs 2016 hefur HMS úthlutað stofnframlögum til byggingar eða kaupa á samtals 3.486 íbúðum um allt land.
Heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins eru um 24 milljarðar króna og heildarfjárfesting í verkefnunum um 125 milljarðar.
Heimild: Vb.is