Home Fréttir Í fréttum 255 milljóna gjald­þrot starfs­manna­leigu

255 milljóna gjald­þrot starfs­manna­leigu

301
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Alls voru 37 starfs­menn á launa­skrá hjá fé­laginu í árslok 2021.

<>

Gjald­þrota­skiptum starfs­manna­leigunnar Gott fólk ehf. lauk í síðustu viku án þess að greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur í búið sem námu 255 milljónum króna.

Héraðs­dómur Reykja­víkur á­kvað með úr­skurði í fyrra að bú fé­lagsins yrði tekið til gjald­þrota­skipta.

Tekjur yfir 200 milljónir og 37 starfsmenn
Sam­kvæmt árs­reikningi átti Georg Georgiou allt hluta­fé fé­lagsins í lok árs 2021 og námu tekjur 225 milljónum króna.

Árs­verk voru 37 árið 2021 en fé­lagið skilaði 41 milljón króna tapi sama ár. Í árs­reikningi segir að í árs­lok 2021 voru 37 starfs­menn á launa­skrá hjá fé­laginu.

Heimild: Vb.is