Í dag var skrifað undir samning við Óskatak ehf vegna jarðvinnu vegna nýbyggingar við Grensásdeild Landspítala.
„Áætlað er að jarðvinnu ljúki í apríl 2024 og mun þá vinna við uppsteypu viðbyggingar hefjast í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði að fullu lokið á árinu 2026,“ segir Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Á mynd: Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir Grensásdeildar LSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Óskar Ólafsson Óskatak ehf og Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Grensásdeildar LSH
Heimild: NSLH.is