Home Fréttir Í fréttum Mega biðja viðskiptavini með reiðufé um kennitölu og skilríki

Mega biðja viðskiptavini með reiðufé um kennitölu og skilríki

91
0
Viðskiptavinurinn sendi inn kvörtun til Persónuverndar eftir að Byko gerði honum að sýna fram á skilríki þegar hann greiddi fyrir vörur að andvirði 115 þúsund króna með reiðufé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Per­sónu­vernd hef­ur úr­sk­urðað að bygg­ing­ar­vöru­fyr­ir­tæk­inu Byko hafi verið heim­ilt að krefja viðskipta­vin sinn um að fram­vísa kenni­tölu og per­sónu­skil­ríkj­um þegar hann hugðist greiða fyr­ir vör­ur með reiðufé.

<>

Í sept­em­ber á síðasta ári sendi viðskipta­vin­ur­inn kvört­un til Per­sónu­vernd­ar í kjöl­far þess að hon­um var gert að sýna per­sónu­skil­ríki sín og gefa upp kenni­tölu sína til skrán­ing­ar er hann festi kaup á vör­um að and­virði 115 þúsund króna.

Taldi kröf­una skorta laga­grund­völl
Fram kem­ur í úr­lausn Per­sónu­vernd­ar um málið að viðskipta­vin­ur­inn hafi ekki talið vera laga­leg­an grund­völl fyr­ir því að Byko kræfi viðskipta­vini um skil­ríki þegar þeir versluðu með reiðufé fyr­ir meira en fimm­tíu þúsund krón­ur.

Vísaði viðskipta­vin­ur­inn þá til þess að í lög­um um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka sé þess per­sónu­upp­lýs­inga ein­ung­is kraf­ist ef fyr­ir­tæki og fólk greiði með reiðufé fyr­ir vör­ur sem kosti yfir tíu þúsund evr­ur, eða rúm­lega eina og hálfa millj­ón króna. Sú upp­hæð sé langt um­fram þá sem um hafi verið að ræða í hans til­felli.

Jafn­framt tók viðskipta­vin­ur­inn það fram í grein­ar­gerð sinni að hann hafi ekki átt í viðskipta­sam­bandi við Byko, held­ur hafi verið um ein­stak­lingsviðskipti að ræða.

Bygg­ingaiðnaður lengi álit­inn áhættu­sam­ur
Í mál­flutn­ingi Byko vísaði fyr­ir­tækið einnig til lag­anna um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un fyr­ir­tækja.

Þar tók fyr­ir­tækið, sem skil­greint er sem um­fangs­mikið á ís­lensk­um bygg­inga­vörumarkaði, fram að sem til­kynn­inga­skyld­ur aðili bæri fyr­ir­tæk­inu skylda að vinna áhættumat á samn­ings­sam­bönd­um og ein­staka viðskipta­vin­um,

Byko byggði af­stöðu sína einnig á því að bygg­ingaiðnaður hafi lengi verið álit­inn áhættu­sam­ur, þá sér­stak­lega með til­liti til skipu­lagðar brot­a­starf­semi og svartr­ar at­vinnu­starf­semi. Hafi það því verið niðurstaða áhættumats fyr­ir­tæk­is­ins að herða regl­ur um mót­töku reiðufjár í þeim til­gangi að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tækið yrði að vett­vangi pen­ingaþvætt­is.

Skrán­ing­in nauðsyn­leg til að tryggja ör­ugga per­sónu­grein­ingu
Í úr­sk­urði Per­sónu­vernd­ar kem­ur fram að við úr­lausn máls­ins hafi verið horft til mark­miðs lag­anna og til þess að Byko væri til­kynn­inga­skyld­ur aðili. Því beri fyr­ir­tæk­inu skylda til þess að hafa starf­semi sinni með þeim hætti að unnt sé að greina marg­ar færsl­ur sem teng­ist sama ein­stak­lingi eða sömu viðskipt­um.

Taldi Per­sónu­vernd því kröfu Byko um per­sónu­upp­lýs­ing­ar viðskipta­vin­ar­ins for­sendu þess að fyr­ir­tækið upp­fyllti þá laga­legu skyldu lög kveða á um.

Hafi skrán­ing kenni­tölu viðskipta­vin­ar­ins þar af leiðandi bæði átt sér mál­efna­leg­an til­gang og verið nauðsyn­leg til þess að tryggja ör­ugga per­sónu­grein­ingu.

Heimild: Mbl.is